Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítala, segir mikilvægt að halda áfram að skima fyrir Covid-19 með PCR-prófum og ekki leysa neinn vanda að hætta því.
Ragnar Freyr Ingvarsson, sérfræðingur í lyf- og gigtarlækningum og fyrrverandi yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítalands, velti því upp í gær hvort það væri nauðsynlegt að halda áfram að framkvæma jafn mörg PCR-próf og hefur verið gert. Hvort það væri mögulega nóg að prófa þá þá sem eru í áhættuhópum og vakta þá sérstaklega.
Í samtali við RÚV segir Már að víðtækar skimanir séu enn mikilvægar en tekur undir að treysta þurfti Landspítalann til að takast á við faraldurinn. Hann segir mikinn fjölda fólks næman fyrir Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar og heilbrigðiskerfið við ystu mörk.
Spurður út í nálgunina sem Ragnar Freyr velir upp segir hann fráleitt að stoppa skimanir.
„Viðfangsefnið hverfur ekkert þótt sé hætt að skima. Það yrði þá bara stjórnlaust, ég hef enga trú á því að það væri leiðin fram á við,“ segir Már við fréttastofu RÚV.