Hræðist oft að fara út af ótta við ofbeldi

Hekla Bjartur Haralds er 14 ára gamalt og uppgötvaði ungt að hán væri kynsegin; hvorki stelpa né strákur. Síðan hefur hán verið mikil fyrirmynd fyrir annað ungt hinsegin fólk en Bjartur opnaði sig um upplifun sína á því að vera kynsegin unglingur í Dagmálum, frétta- og menn­ing­ar­lífsþætti Morg­un­blaðsins.

Segir Bjartur þar frá þeim fordómum sem hán hefur upplifað, sérstaklega af hálfu jafnaldra sinna, og lýsir áhyggjum sínum yfir því ofbeldi sem önnur hinsegin ungmenni, meðal annars vinir Bjarts, hafa þurft að þola að undanförnu. 

Lýsir Bjartur meðal annars upplifun sinni á því þegar hán tók þátt í dragkeppni í félagsmiðstöð þar sem önnur ungmenni gerðu lítið úr háni.

„Eitt það skrítnasta sem ég hef upplifað“

„Það hafði voðalega mikil áhrif á mig. Allir að kalla mig þessi orð, hlæja að mér og einhvern veginn gera grín að mér. Það er enn þá eitt af því skrítnasta sem ég hef upplifað,“ segir Bjartur, sem segir að í dag hafi það yfirleitt lítil áhrif á sig þegar aðrir krakkar gera grín að háni.

„Núna hefur það mjög lítil áhrif á mig nema það sem hefur verið að gerast nýlega með ofbeldi á hinsegin fólki úti á götu. Sem eru bara fullorðnir karlmenn sem hafa ekkert betra að gera við líf sitt. Eru bara að berja hinsegin krakka úti á götu. Þetta er að gerast núna, árið 2022. Vinir mínir hafa lent í þessu. Þá þori ég eiginlega ekki að fara mikið út – og líta út eins og ég geri,“ segir Bjartur.

Viðtalið við Heklu Bjart má heyra í heild sinni hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert