Kom ekki til greina að greiða lausnargjald

mbl.is/Hari

Strætó hef­ur ekki innt af hendi lausn­ar­gjald sem er­lend­ir tölvuþrjót­ar, sem komust yfir viðkvæm gögn hjá fyr­ir­tæk­inu, kröfðust þess að fá greitt fyr­ir 6. janú­ar síðastliðinn. Að sögn Jó­hann­es­ar Rún­ars­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Strætó, kom það aldrei til greina að greiða lausn­ar­gjaldið.

„Við erum ekki að greiða nein­um glæpa­mönn­um lausn­ar­gjald. Það er eng­in trygg­ing fyr­ir neinu,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is.

Seg­ir gögn­un­um ekki hafa verið lekið ennþá

Hótuðu tölvuþrjót­arn­ir að leka gögn­un­um sem þeir komust yfir á netið yrði Strætó ekki við kröf­um þeirra. Það að fyr­ir­tækið hafi ekki innt greiðsluna af hendi inn­an þess tím­aramma sem tölvuþrjót­arn­ir settu virðist þó ekki hafa haft nein­ar sér­stak­ar af­leiðing­ar enn sem komið er, seg­ir Jó­hann­es innt­ur eft­ir því

„Við höf­um ekki orðið vör við neitt eft­ir 6. janú­ar en það er bara stöðug vökt­un í gangi.“

Spurður seg­ir hann það enn ekki liggja fyr­ir hvernig tölvuþrjót­arn­ir komust yfir gögn­in en að Netör­ygg­is­sveit­in sé með málið í skoðun. Það sé þó alls óvíst að fyr­ir­tækið fái nokk­urn tím­ann að vita hvernig tölvuþrjót­arn­ir komust yfir gögn þess.

Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.
Jó­hann­es Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Komust ekki yfir korta­upp­lýs­ing­ar viðskipta­vina

Fyr­ir­tækið hafi þó reynt að gera allt sem hægt er að gera til að reyna koma í veg fyr­ir að netárás af þessu tagi geti átt sér stað aft­ur.

„Við töld­um okk­ur vera í góðum mál­um hvað netör­yggið varðar enda með tvíþætt­ar auðkenn­ing­ar, upp­færsl­ur á öll­um nýj­ust pötch­um og allt slíkt. Þannig það er svo­lít­il ráðgáta hvernig þeir komust yfir þessi gögn hjá okk­ur. En svo eru nátt­úru­lega til svo marg­ar leiðir til þess, t.d. með phis­hing tölvu­póst­um.“

Þrátt fyr­ir að gögn­un­um sem tölvuþrjót­arn­ir komust yfir hjá fyr­ir­tæk­inu virðist ekki hafa verið lekið á netið ennþá seg­ir Jó­hann­es stöðuna vera afar óþægi­lega. 

„Það er bara svo­leiðis. Þetta er fullt af gögn­um sem þeir komust yfir. Vinnu­gögn­in okk­ar eru svosem ekk­ert leynd­ar­mál en það eru líka ein­hverj­ar per­sónu­grein­an­leg­ar upp­lýs­ing­ar sem þeir komust yfir sem óþægi­legt er að vita af.“

Spurður hvort þeir hafi kom­ist yfir kred­it­korta­upp­lýs­ing­ar viðskipta­vina Strætó svar­ar Jó­hann­es neit­andi.

„Þetta er ekki fjár­hag­stengt, þannig lagað. Þetta eru kannski nafna­list­ar, síma­núm­er, heim­il­is­föng og annað slíkt sem þeir komust yfir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert