Reyndi að hlaupa frá lögreglu

Breiðholt. Eftir að ökumaðurinn hafði stöðvað bifreiðina reyndi hann að …
Breiðholt. Eftir að ökumaðurinn hafði stöðvað bifreiðina reyndi hann að hlaupa frá vettvangi. mbl.is/Sigurður Bogi

Ökumaður bifreiðar var stöðvaður í Efra-Breiðholti í dag eftir að bifreið hans mældist á 58 kílómetra hraða þar sem löglegt hámark er 30 km/klst.

Eftir að ökumaðurinn hafði stöðvað bifreiðina reyndi hann að hlaupa frá vettvangi en var handtekinn skömmu síðar, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.

Er hann grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna, ítrekaðan akstur án réttinda og um að fara ekki að fyrirmælum lögreglu. Ökumaðurinn var látinn laus að lokinni sýnatöku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert