Slíta samstarfi við Arnar

KS hefur slitið samstarfi við Arnar Grant.
KS hefur slitið samstarfi við Arnar Grant. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) kærir sig ekki lengur um að halda uppi samstarfi við Arnar Grant og hefur tekið jurtaprótíndrykkinn Teyg úr sölu og hætt framleiðslu hans. Var þessi ákvörðun tekin vegna ásakana sem Vítalía Lazareva hefur stigið fram með.

Stundin greinir frá.

KS, sem á vörumerkið Teyg, þróaði drykkinn í samstarfi við þá Arnar Grant og Ívar Guðmundsson. Komu þeir meðal annars að markaðssetningu vörunnar.

Í samtali við Stundina segir Magnús Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga, að drykkurinn verði tekinn úr sölu með öllu og verið sé að tæma hillur. Þá hefur facebook- og instagramsíðu vörunnar einnig verið lokað. Gæti fjárhagslegt tjón af þessari ákvörðun hlaupið á milljónum króna.

Að sögn Magnúsar var frásögn Vítalíu forsendubrestur í samstarfi KS og Arnars. Þegar umfang málsins lá fyrir í síðustu viku var sjálfgert að taka þessa ákvörðun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert