Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, sækist eftir öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í komandi borgarstjórnarkosningum. Hún skipaði sama sæti á lista flokksins í síðustu kosningum.
Þetta tilkynnir Heiða á Facebook-síðu sinni.
„Ég brenn fyrir samfélagi jafnaðar og jafnréttis, sjálfbærar þróunar og réttlætis, þar sem við öll getum átt gott og heilsusamlegt líf. Velferðarborgin Reykjavík er lykillinn að því að þannig samfélag fái að þróast og dafna á Íslandi. Að því vill ég áfram vinna,“ segir Heiða Björg.