Hluti launa í einangrun verði endurgreiddur

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vill að ríkisstjórnin horfi …
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, vill að ríkisstjórnin horfi meira til Norðurlandanna. mbl.is/Arnþór

Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna áhrifa Covid-19 á atvinnulífið hafa hlutfallslega veitt smærri og meðalstórum fyrirtækjum mestan stuðning. Helsta bjargræðið fyrir atvinnulífið núna væri að endurgreiða fyrirtækjum hluta launa starfsmanna sinna sem hafa verið skikkaðir í einangrun.

Þetta sagði Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, á opnum fundi efna­hags- og viðskipta­nefnd Alþing­is í dag. 

„Ég fullyrði, að sökum þess hvernig aðgerðirnar voru hannaðar, þá hafa þær hlutfallslega veitt mestan stuðning við smærri og meðalstór fyrirtæki.“

Horfum til Norðurlandanna

Halldór segir að ríkisstjórnir Norðurlandanna hafi brugðið á það ráð að endurgreiða fyrirtækjum hluta launa starfsmanna sinna sem hafa verið skikkaðir einangrun. Útfærslur eru mismunandi milli landi en meginstefið er þetta. Var þetta gert sökum þess hve útbreytt Ómíkron-afbrigði Covid-19 er.

Hann segir þetta stærsta einstaka bjargræðið sem hægt er að veita inn í atvinnulífið núna og kallar eftir frekari umfjöllun um þetta hérlendis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka