Kvarta til landlæknis vegna sóttvarnalæknis

Arnar Þór Jónsson er lögmaður samtakanna.
Arnar Þór Jónsson er lögmaður samtakanna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Samtökin Frelsi og ábyrgð hafa sent kvörtun til embættis landlæknis vegna þess sem þau segja einhliða og villandi framsetningu sóttvarnalæknis á gagnsemi þess að bjóða heilbrigðum 5-11 ára börnum bólusetningu gegn Covid-19 með bóluefni frá Pfizer.

Í bréfinu segir að upplýsingagjöf sóttvarnalæknis hafi einkennst af rangfærslum sem miði að því að skapa óraunhæfar væntingar til gagnsemi bóluefnisins og gert sé lítið úr þeirri áhættu sem fylgi bóluefninu til skemmri og lengri tíma.

Þá segja samtökin að virkni bóluefnisins gegn Ómíkron-afbrigði Covid-19 hjá börnum hafi alls ekki verið rannsökuð og notkun þess sé því ólögleg tilraun til að kanna tilgátu sóttvarnalæknis um góða virkni bóluefnisins gegn Ómíkron.

Alma Möller landlæknir fær bréfið til sín.
Alma Möller landlæknir fær bréfið til sín. Ljósmynd/Lögreglan

Stöðvi bólusetningarnar

Samtökin krefjast þess að landlæknir leggi fyrir sóttvarnalækni að stöðva bólusetningar 5-11 ára barna með bóluefninu, þar til embættið hafi gert úttekt á áreiðanleika þeirra forsendna sem sóttvarnalæknir leggur til grundvallar umræddri aðgerð.

Einnig er þess krafist að embætti landlæknis taki til skoðunar þær fjölmörgu athugasemdir sem gerðar hafa verið við upplýsingagjöf sóttvarnalæknis og tíundaðar eru í þessari kvörtun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert