Mikilvægt að fyrirtæki kynni sér nýjar reglur um sóttkví

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mikilvægt er að einstaklingar og fyrirtæki kynni sér vel nýjar reglur um sóttkví og setji sér verklag um hvernig vinnu þeirra sem falla undir ákvæði reglugerðarinnar verði háttað.“

Þetta skrifar sóttvarnalæknir í pistli sínum í dag á covid.is.

Heil­brigðisráðherra breytti í síðustu viku regl­um um sótt­kví fyr­ir fólk sem er þríbólu­sett eða hef­ur verið bólu­sett tvisvar og smit­ast af kór­ónu­veirunni.

Sóttvarnalæknir áréttar í pistli sínum að þeir einstaklingar sem falla undir ákvæði reglugerðarinnar séu skráðir í sóttkví eins og tíðkast hefur verið til þessa um sóttkví almennt og þurfa að fara í PCR-sýnatöku á fimmta degi sóttkvíar.

Umboðsmaður Alþingis óskar eftir upplýsingum

Breytt­ar regl­ur eiga við um tvo hópa. Ann­ars veg­ar ein­stak­linga sem eru þríbólu­sett­ir og fengu síðustu spraut­una meira en 14 dög­um áður en viðkom­andi er út­sett­ur fyr­ir smiti.

Hins veg­ar ein­stak­linga sem hafa jafnað sig af staðfestu Covid-smiti og eru jafn­framt tví­bólu­sett­ir, að því gefnu að þeir hafi fengið síðari spraut­una meira en 14 dög­um áður en þeir voru út­sett­ir.

Greint var frá því í dag að umboðsmaður Alþing­is hafi óskað eft­ir upp­lýs­ing­um frá heil­brigðisráðherra um hvort staðið hafi til að gera grein­ar­mun á fram­kvæmd sótt­kví­ar bólu­settra eft­ir því hvaða bólu­efni viðkom­andi hafi fengið.

Þá spyr hann hvaða gögn eða aðrar upp­lýs­ing­ar hafi legið til grund­vall­ar slíku mati.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert