Einstaklingurinn sem lést á Landspítalanum í gær af völdum Covid-19 var kona á níræðisaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum.
Í dag liggja 39 einstaklingar smitaðir af Covid-19 á Landspítalanum. Sjö eru á gjörgæslu, þar af fjórir í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er 64 ár.
8.521 sjúklingur er á Covid-göngudeild spítalans, þar af 2.530 börn.
Frá upphafi fjórðu bylgju faraldursins, 30. júní 2021, hafa verið 309 innlagnir vegna Covid-19 á Landspítala.