Þjóðveginum um Öxnadalsheiði hefur verið lokað. Athugað verður hvort hægt verði að opna veginn að nýju í fyrramálið.
Frá þessu greinir Vegagerðin í tilkynningu. Tekið er fram að snjóþekja, hálka eða hálkublettir séu á vegum á Norðurlandi, og víða sé éljagangur og skafrenningur.
Hálka og stórhríð er þá á Holtavörðuheiði. Snjóþekja eða hálka er á flestum öðrum leiðum á Vesturlandi, éljagangur víða og skafrenningur á fjallvegum.
Vegna versnandi veðurspár er fólk beðið um að fresta brottför langferða þangað til síðdegis á morgun.