Fyrsti vinningur í Víkingalottó gekk ekki út þegar dregið var út í kvöld, en hann hljóðaði upp á tæpar 863 milljónir króna.
Einn var aftur á móti með annan vinning og fær í sinn hlut rúmlega 42 milljónir króna.
Viðkomandi keypti sinn miða í Danmörku.
Fimm Íslendingar voru með fjórar réttar tölur í Jóker og voru fjórir þeirra í áskrift en einn miðanna var keyptur á lotto.is. Fær hver um sig hundrað þúsund krónur fyrir vikið.