Ekið var á gangandi vegfarenda við Bústaðaveg í Reykjavík um þrjú leytið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynningin klukkan hálffjögur og varð slysið nærri flugvallaveginum, við Valsheimilið.
Voru bæði lögregla og sjúkraflutningamenn kölluð á vettvang.
Ekki var hægt að veita frekari upplýsingar um slysið eða líðan einstaklingsins að svo stöddu.