Alls reyndust fjórir ökumenn í austurhluta Reykjavíkurborgar án ökuréttinda, þegar þeir voru stöðvaðir á rétt rúmlega þriggja klukkutíma bili fyrir hádegi í dag. Tveir þeirra voru sömuleiðis grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Einn til viðbótar var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, en sá var með tilskilin ökuréttindi.