Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno og starfsmaður Twitter, tók í dag við fálkaorðunni sem hann var sæmdur á nýársdag. Haraldur gat ekki tekið við orðunni þann dag sökum kórónuveirusmits.
Hann birti mynd af sér með orðuna á Twitter í dag, í eldrauðum Adidas-galla sem hann dró fram fyrir tilefnið.
Haraldur var sæmdur fálkaorðunni fyrir störf sín á sviði nýsköpunar og samfélagsmála en hann er forsprakki átaksins Römpum upp Reykjavík, sem lauk nýlega með smíði á rampi númer 101 í miðborg Reykjavíkur.
Alls voru tólf sæmdir fálkaorðunni á nýársdag en vegna sóttvarnatakmarkana komu einungis níu orðuhafanna til Bessastaða. Þrír komust ekki vegna faraldursins eða veðurs.
Broke out my red Adidas track suit to go pick up the Medal of the Falcon from @PresidentISL today. pic.twitter.com/AlRyBLovsT
— Halli (@iamharaldur) January 12, 2022