Ketill sækist eftir 1.-2. sæti

Ketill Sigurður Jóelsson.
Ketill Sigurður Jóelsson. Ljósmynd/Aðsend

Ketill Sig­urður Jó­els­son viðskipta­fræðing­ur gef­ur kost á sér í 1-2 sæti á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins á Ak­ur­eyri fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar í vor.

Ketill er menntaður viðskipta­fræðing­ur og stund­ar eig­in rekst­ur sam­hliða starfi sem verk­efna­stjóri á rekstr­ar­deild um­hverf­is- og mann­virkja­sviðs Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Katli. Þar kem­ur einnig fram að Ketill hef­ur verið virk­ur í starfi Sjálf­stæðis­flokks­ins.

„Nú er kom­inn tími til þess að horfa með bjart­sýn­um aug­um til framtíðar og setja okk­ur mark­mið til lengri tíma en aðeins eitt kjör­tíma­bil í einu. Á Ak­ur­eyri er ótrú­lega gott að búa, hér eru frá­bær­ir skól­ar, allt frá leik­skóla til há­skóla, fjöl­breytni tóm­stunda mjög mik­il og góður grunn­ur til þess að reka hér fjöl­skyldu,“ seg­ir í til­kynn­ingu Ket­ils.

„Það fer ekki fram hjá nein­um að höfuðstaður norður­lands og stærsti þétt­býliskjarni utan höfuðborg­ar­svæðis­ins á sér bjarta framtíð. Núna þarf að styðja við þessa þróun og horfa til framtíðar. Hvernig verður Ak­ur­eyri eft­ir 25 ár?“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert