Baldur Arnarson
Karen Ósk Gylfadóttir, sviðsstjóri markaðsmála og stafrænna lausna hjá Lyfju, segir þúsundir Íslendinga hafa fengið heimsendingu á lyfjum í gegnum app Lyfju síðustu daga.
„Á einu ári hefur orðið tæplega 170% aukning á sölu í gegnum appið og er appið orðið eitt af okkar stærstu apótekum í dag,“ segir Karen Ósk. Lyfja setji þessa dagana daglega met í fjölda heimsendinga.
Tilefnið er að ríflega 20 þúsund manns eru í sóttkví eða einangrun vegna kórónuveirunnar.
Það hefur víðtæk áhrif en fram hefur komið í Morgunblaðinu að met hafa fallið í netsölu með matvöru.
Karen Ósk segir sóttvarnir hafi leitt til breytinga á neyslumynstrinu.
„Það var margt áhugavert í neyslubreytingum Íslendinga, við hefðum til dæmis getað spáð fyrir um aukningu barnsburða á árinu löngu áður en tölur voru birtar því sala á meðgöngusjálfsprófum jókst gífurlega,“ segir Karen Ósk.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.