Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um umferðaróhapp á Reykjanesbraut rétt fyrir klukkan átta í morgun.
Þar höfðu þrjár bifreiðar ekið á aðskotahlut sem borist hafði frá enn öðru ökutæki.
Ein bifreiðanna reyndist óökufær eftir ákeyrsluna og þurfti að draga hana af vettvangi með dráttarbifreið, að því er segir í skeyti frá lögreglu.