Rafmagnslaust er í hluta miðbæjar Reykjavíkur vegna háspennubilunar sem varð um hálfsjöleytið í kvöld. Unnið er að viðgerðum og er vonast til að rafmagn verði komið aftur á innan stundar.
Þetta segir í tilkynningu á veitur.is.
Uppfært klukkan 20:00
Allir ættu að vera komnir með rafmagn nema Bókhlöðustígur og nærliggjandi götur.
Fólki er bent á að slökkva á þeim rafmagnstækjum sem ekki slökkva sjálf á sér og geta valdið tjóni er rafmagn kemur á að nýju. Á það sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Þá er fólki einnig ráðlagt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.