Flughálka og skafrenningur eru á Hellisheiði og hálka og skafrenningur eru í Þrengslum. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja eru á öðrum leiðum á Suðvesturlandi.
Vegurinn um Öxnadalsheiði er enn lokaður vegna veðurs og verður staðan skoðuð á nýjan leik klukkan 14, að því er Vegagerðin greinir frá.
Á Vestfjörðum er víða hálka eða snjóþekja. Þungfært er í Árneshreppi.
Á Austurlandi eru hálka og skafrenningur á Fjarðarheiði. Hálkublettir eða hálka eru víða en greiðfært með ströndinni.