Grunnskólakennarar felldu nýjan kjarasamning sem þeir greiddu atkvæði um síðustu daga. Tæplega þrír af hverjum fjórum félagsmönnum í Félagi grunnskólakennara sem tók þátt í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga felldi samninginn, en kjörsókn var 69%.
Á vef Kennarasambandsins er greint frá niðurstöðunum.
Já sögðu 876 eða 24,82%
Nei sagði 2.601 eða 73,71%
Auðir 52 eða 1,47%
Á kjörskrá voru 5.092
Atkvæði greiddu 3.529 eða 69,30%
Skrifað var undir kjarasamninginn 30. desember síðastliðinn. Atkvæðagreiðsla stóð yfir frá hádegi 7. janúar og lauk klukkan 12 í dag, fimmtudaginn 13. janúar 2022.