Persónuvernd sendi Kára ábendingu

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Persónuvernd sendi í dag Íslenskri erfðagreiningu hf. ábendingu vegna umfjöllunar um lögmæti skimunar fyrir Covid-19 og mótefnum við veirunni. Segir Persónuvernd að hvergi hafi verið vikið að því að Íslensk erfðagreining hefði gerst brotlegt við lög við skimun á fólki.

„Undanfarið hefur forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar ehf. ítrekað fullyrt í fjölmiðlum að Persónuvernd hafi talið það ólögmætt þegar ÍE skimaði, f.h. sóttvarnalæknis, fyrir SARS-Cov-2-veirunni og mótefnum við henni á árinu 2020,“ segir í tilkynningu Persónuverndar.

Einnig segir að almennt tjái Persónuvernd sig ekki um einstakar niðurstöður sínar þar sem þær séu ávallt rökstuddar en að fullyrðingar forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, Kára Stefánssonar, gefi efni til þess að komið sé á framfæri athugasemdum.

Á bil­inu 600 til 1.000 manns eru bún­ir að mæta …
Á bil­inu 600 til 1.000 manns eru bún­ir að mæta í sýna­töku hjá Íslenskri erfðagrein­ingu vegna rann­sókn­ar fyr­ir­tæk­is­ins á raun­veru­legri út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar.

Farið eft­ir per­sónu­vernd­ar­lög­um við skiman­ir

Í úrskurði Persónuverndar sem mbl.is greindi frá í nóvember segir að í rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar og Landspítalans á Covid-19 hefðu blóðsýni verið send ÍE án samþykktar Vísindasiðanefndar.

Af lög­un­um sé ljóst að ekki sé heim­ilt að hefja vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga í þágu vís­inda­rann­sókna á heil­brigðis­sviði nema leyfi siðanefnd­ar sam­kvæmt lög­un­um liggi fyr­ir, auk samþykk­is hins skráða eft­ir því sem áskilið er í lög­un­um og leyfi siðanefnd­ar.

Voru blóðsýni tekin úr öllum inniliggjandi sjúklingum á Landspítala með Covid-19 án upplýsts samþykkis þeirra. Sektum var þó ekki beitt vegna þeirrar ógn sem stafað hefur af Covid-19 sjúkdómnum.

Var þetta mál eitt þriggja mála sem Persónuvernd hafði lokið athugun á um ákvarðanir sem snerta starfsemi sóttvarnalæknis, Landspítala og Íslenskrar erfðagreiningar og samspil þessara aðila á tímum heimsfaraldurs.

Niðurstaða at­hug­un­ar á vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga í tengsl­um við skiman­ir fyr­ir Covid-19 var að farið hefði verið að ákvæðum per­sónu­vernd­ar­lög­gjaf­ar­inn­ar í meg­in­at­riðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert