Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er búinn að senda Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað með nýjum tillögum að sóttvarnaaðgerðum.
Þetta staðfestir Þórólfur í samtali við mbl.is.
Þórólfur vildi ekki tjá sig um innihald minnisblaðsins.
Núverandi fyrirkomulag sóttvarnaaðgerða, með 20 manna almennum samkomutakmörkum, undanþágum fyrir 50 manna samkomur í sitjandi viðburðum og 200 manna samkomum með neikvæðum hraðprófum fyrir Covid-19, var framlengt um þrjár vikur á þriðjudaginn.