Þórólfur búinn að skila nýju minnisblaði

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vildi ekki tjá sig um tillögur sínar.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vildi ekki tjá sig um tillögur sínar. Ljósmynd/Lögreglan

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er búinn að senda Will­um Þór Þórs­syni heilbrigðisráðherra nýtt minnisblað með nýjum tillögum að sótt­varnaaðgerðum.

Þetta staðfestir Þórólfur í samtali við mbl.is.

Þórólfur vildi ekki tjá sig um innihald minnisblaðsins.

Nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag sótt­varnaaðgerða, með 20 manna al­menn­um sam­komutak­mörk­um, und­anþágum fyr­ir 50 manna sam­kom­ur í sitj­andi viðburðum og 200 manna sam­kom­um með nei­kvæðum hraðpróf­um fyr­ir Covid-19, var fram­lengt um þrjár vik­ur á þriðjudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert