Tíu manna samkomutakmörkun á miðnætti

Blaðamannafundur við Ráðherrabústaðinn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Willum Þór Þórsson …
Blaðamannafundur við Ráðherrabústaðinn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Willum Þór Þórsson og Katrín Jakobsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tíu manna samkomutakmörkun mun taka gildi innanlands. Spilasölum og skemmtistöðum verður lokað og fjölmennir viðburðir þar sem neikvæðum hraðprófum er framvísað verða ekki heimilaðir. 

Aðgerðirnar taka gildi á miðnætti og gilda til 2. febrúar. Tilkynningu stjórnvalda má lesa hér. 

Sundlaugar og líkamsræktarstöðvar verða enn opnar og miðast við 50% af leyfilegum hámarksfjölda.

Skólareglugerð frá því í fyrri aðgerðum verður óbreytt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það sé „prinsippatriði“ að halda skólum opnum. 

Aðgerðirnar taka mið af einni tillögu af alls þremur sem sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra.

Lokunarstyrkir munu bjóðast þeim fyrirtækjum sem loka þurfa sinni starfsemi. Þá verður reynt að koma til móts við starfsfólk í heilbrigðiskerfinu til þess að létta þungan róður á því sviði.

Skammt stórra högga á milli

Þetta kom fram í máli Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Þórdíar Kolbrúar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í morgun. Þar voru ræddar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir. 

Aðeins eru þrír dagar síðan Willum tilkynnti síðast um áframhaldi sóttvarnatakmarkanir hér á landi. Þá var niðurstaðan að gildandi 20 manna samkomutakmörkun myndi gilda áfram þar til í febrúar.

Þá fór ráðherra í einu og öllu að tillögum sóttvarnalæknis en síðan hafa vindar eitthvað snúist og Þórólfur skilaði inn öðru minnisblaði sem tekið var til skoðunar í dag. Niðurstaðan er sem fyrr segir: hertari takmarkanir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka