58 félögum verður mögulega slitið

Húsnæði Skattsins við Laugaveg.
Húsnæði Skattsins við Laugaveg. mbl.is/sisi

„Ársreikningaskrá sendi í morgun tilkynningu til 58 félaga þar sem þessum félögum var veittur fjögurra vikna frestur til að skila inn ársreikningi eða eftir atvikum samstæðureikningi,“ segir á vef Skattsins í gær.

Þar kemur fram að þessum 58 félögum verði mögulega slitið ef þau skila ekki fullnægjandi ársreikningi eða samstæðureikningi innan þess fjögurra vikna frests sem þeim er gefinn.

Sinni félögin ekki þessari áskorun mun ársreikningaskrá senda héraðsdómi kröfu um skipti á búi viðkomandi félags og verða engir frekari frestir veittir.

Skatturinn hefur af þessu tilefni einnig birt minnisblað þar sem farið er yfir hvernig staðið er að kröfugerð um slit félaga. Í lögum um ársreikninga kemur fram að ef ársreikningi eða samstæðureikningi hefur ekki verið skilað innan sex mánaða frá því að almennur frestur til skila rann út skal ársreikningaskrá krefjast skipta á búi viðkomandi félags. „Þegar auglýsing um skiptalok hefur verið birt í Lögbirtingablaði er viðkomandi félag afskráð úr fyrirtækjaskrá,“ segir á minnisblaði Skattsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert