Kærir tæmingu lónsins

„Það hefur aldrei nein skýring komið fram á því hvers vegna þetta var gert og ég held að það sé alveg ljóst að þarna voru lög brotin,“ segir Einar S. Ágústsson húsgagnasmiður.

Einar hefur lagt fram kæru til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar vegna þeirrar framkvæmdar Orkuveitu Reykjavíkur að tæma með varanlegum hætti stíflulón ofan við Árbæjarstíflu í lok árs 2020. Í kærunni segir að lónið hafi verið tæmt fyrirvaralaust, án samráðs við íbúa „og í andstöðu við fyrirliggjandi deiliskipulag án þess að lögboðin leyfi til þessarar framkvæmdar hafi legið fyrir“.

Einar býr skammt frá stíflunni og hefur lengi gert. Hann leggur kæruna fram í eigin nafni en segir að hann komi fram fyrir hönd margra sem gert hafi athugasemdir við þessa framkvæmd á sínum tíma.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert