Sex manns liggja inni á Landakoti með Covid-19 og áfram verða umfangsmiklar skimanir þar næstu daga.
Þá eru áframhaldandi skimanir á hjartadeild þar sem nokkur fjöldi hefur greinst að undanförnu, bæði við innlögn og hjá þeim sem liggja þegar inni, að því er kemur fram í tilkynningu.
Starfsemi hjartadeildar er engu að síður í fullum gangi.
Af þeim 45 sem liggja á Landspítala með Covid-19 eru 32 í einangrun með virk smit.