Vakta hvert skref tölvuþrjótanna

Guðmundur segir Strætó nýta sér liðsinnis sérfræðinga á borð við …
Guðmundur segir Strætó nýta sér liðsinnis sérfræðinga á borð við Syndis auk erlendra sérfræðinga sem vakta nú mögulegar aðgerðir árásaraðilanna. mbl.is/Valli

Erfitt er að segja hvort tölvuþrjótarnir sem brutust inn í tölvukerfi Strætó muni nýta sér þær upplýsingar sem þeir komu höndum yfir en á þessu stigi bendir ekkert til þess að slíkt hafi enn átt sér stað. Þetta segir í skriflegu svari Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó, við fyrirspurn mbl.is.

Á aðfangadegi jóla var brotist inn í tölvukerfi Strætó og viðkvæmum gögnum lekið á borð við afrit af upplýsingum úr Þjóðskrá, launaupplýsingar núverandi- og fyrrverandi starfsfólks Strætó, málaskrá þar sem finna má fyrirspurnir frá almenningi, hljóðupptökur símtala 90 dögum fyrir árásina og fleira.

Guðmundur segir Strætó nýta sér liðsinnis sérfræðinga á borð við Syndis auk erlendra sérfræðinga sem vakta nú mögulegar aðgerðir árásaraðilanna.

Nýtir sér þjóðskrá líkt og aðrar stofnanir

Guðmundur Heiðar segir Strætó, líkt og mörg önnur félög og stofnanir, nýta aðgang að Þjóðskrá til að kalla eftir nauðsynlegum upplýsingum í tengslum við starfsemi sína, hvað varðar viðskiptavini og starfsmenn.

Fyrirtækið vinni aðeins með þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru og aðeins varðandi þá aðila sem Strætó á í samningssambandi við. Þá hafi Strætó aldrei nýtt viðbótarupplýsingar úr Þjóðskrá, svo sem fjölskyldunúmer.

Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó.
Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. Ljósmynd/Dóra Dúna

„Í framkvæmd hefur það verið svo að þau félög og stofnanir sem vilja nýta upplýsingar úr Þjóðskrá hafa getað gert samning við Þjóðskrá, eða miðlara sem miðla upplýsingum á grundvelli samnings við Þjóðskrá, og hefur Þjóðskrá þá afhent heildarskrá til viðkomandi.

Það skal þó tekið fram að Þjóðskrá hefur jafnframt í einhvern tíma boðið upp á aðra leið, þ.e. að þau félög og stofnanir sem vilja nýta Þjóðskrá fletti upp í henni í gegnum miðlara og virðist það vera sú leið sem er að taka yfir eldri framkvæmd,“ segir í svari Guðmundar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert