Tilkynningar hafa borist um fjölda hálkuslysa á höfuðborgarsvæðinu það sem af er degi.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu eru slysin á annan tug talsins og hafa þó nokkrir verið fluttir á slysadeild.
Aldursbil þeirra sem hafa dottið og meitt sig er mjög breitt.