Ætla sér á toppinn í dag

Félagarnir áður en þeir lögðu af stað á toppinn.
Félagarnir áður en þeir lögðu af stað á toppinn. Ljósmynd/Aðsend

Listmálarinn Þorlákur Morthens, betur þekktur sem Tolli, Arnar Hauksson og leiðsögumaður þeirra Sebastian Garcia lögðu af stað úr síðustu búðum fjallsins Aconcagua á föstudagsmorgun að staðartíma.

Samkvæmt ferðaáætlun ætla að þeir að vera á toppnum á fjallinu einhvern tímann í dag, að því er segir í tilkynningu.

Aconcagua er hæsta fjall Suður-Ameríku og í raun hæst allra fjalla utan fjallanna í Asíu. Það er hluti af Andes-fjöllunum og rís hæst í 6.961 metra.

Fjallið Aconcagua.
Fjallið Aconcagua. Ljósmynd/Aðsend

Leiðangurinn er farinn til að vekja athygli á starfsemi Batahúss sem tók til starfa á síðasta ári og um leið safna áheitum fyrir starfsemina.

Batahús er einstaklingsmiðað bataúrræði við enda afplánunar þar sem einstaklingum er boðin heimilisaðstaða til allt að tveggja ára eða eftir atvikum til skemmri tíma.

Unnið er með einstaklingum á jafningjagrundvelli út frá hugmyndum um áfallamiðaða nálgun. Tolli og Arnar eru báðir í stjórn Batahúss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert