Einn í viðbót greindist á Landakoti

Landakot.
Landakot. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einn sjúklingur til viðbótar greindist með kórónuveiruna á Landakoti en enginn á hjartadeild Landspítalans eftir umfangsmiklar skimanir í gær.

Þar með hafa sjö greinst með veiruna á Landakoti.

Alls eru 138 starfsmenn Landspítala í einangrun og 109 í sóttkví.

Af þeim 46 sjúklingum sem liggja á Landspítala með Covid-19 eru 33 í einangrun og 13 eru lausir úr einangrun á ýmsum deildum spítalans.

Í gær bættust 6 sjúklingar við og 5 voru útskrifaðir.

„Unnið er sleitulaust að því að manna allar einingar. Mönnun COVID deilda og gjörgæsludeilda er stöðug áskorun og er vinnuframlag stjórnenda fjölmargra eininga fordæmalaust,“ segir í tilkynningu spítalans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert