Eldur kviknaði í stórri ruslatunnu á bakvið Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi um hálfellefuleytið í gærkvöldi.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu gekk fljótt og vel að slökkva eldinn.
Talsverður erill var hjá slökkviliðinu síðasta sólarhringinn en lítið um slys eða veikindi. Farin voru 114 útköll á sjúkrabíla og þrjú útköll á dælubíla sem voru öll minniháttar.