Eldur kviknað út frá rafmagnstengli

Tveir slökkviliðsbílar og einn sjúkrabíll voru kallaðir út en búið …
Tveir slökkviliðsbílar og einn sjúkrabíll voru kallaðir út en búið var að slökkva eldinn er komið var á vettvang. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um eld í íbúð á Norðurbakka í Hafnarfirði um fjögurleytið í dag. Tveir slökkviliðsbílar og einn sjúkrabíll voru kallaðir út en búið var að slökkva eldinn er komið var á vettvang.

Eldurinn kviknaði út frá rafmagnstengli í íbúðinni en að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu reyndist eldurinn vera minni en búist var við.

Er nú einn slökkviliðsbíll á staðnum til að aðstoða við reykræstingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert