Komið að Janssen-þegum

Það verður opið hús í Laugardalshöllinni í vikunni.
Það verður opið hús í Laugardalshöllinni í vikunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Bólus­etning Jans­sen-þega með þriðja ska­mm­t­inum hó­fst í síðustu viku og held­ur hún áfram næstu daga í La­ugard­als­höll en nú eru kom­nir fimm mánuðir frá því að ráðist var í ör­vunar­bólus­etningu Jans­sen-þega í La­ugard­als­höll.

Þá eru einnig liðnir fimm mánuðir síðan kennar­ar og aðrir skóla­sta­rfsm­enn sem höfðu fengið Jans­sen-bóluefnið fengu ör­vunar­bólus­etningu.

Ragnheiður Ósk Erlendsd­óttir, framkvæÂ­m­d­ast­jóri hjúk­r­unar hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, hvet­ur fólk til að dr­ífa sig í þriðju bólus­etningu séu fimm mánuðir liðnir frá annar­ri bólus­etningu. „Það eru flestir kom­nir á þann tíma núna,“ seg­ir Ragnheiður.

Að sögn Ragnheiðar mættu tölu­vert mar­g­ir kennar­ar í bólus­etningu í síðustu viku. „Sýnist vera ein­hver­jir 5.000 eftir sem munu þá ör­uggl­ega klár­ast í næstu viku svo þetta er alveg að ha­fast,“ bætir hún við.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir.
Ragnheiður Ósk Erlendsd­óttir. mbl.is/​Eggert Jóhannesson

Fá ekki boðun í bólus­etningu

Opið hús verður í La­ugard­als­höll í vi­kunni, frá mánudegi til föstudags milli klu­kk­an 10 og 15. Val verður um bóluefni frá Mod­erna og Pfi­zer.

Ragnheiður seg­ir Jans­sen-þega ekki þurfa að fá boð til að mæta í þriðju bólus­etningu í vi­kunni. Aft­ur á móti, ef mæt­ing­in verði dræm, þá verði key­rt í að boða þá og þeim send strika­merki.

Í vi­kunni verða börn fædd árið 2016 einnig bólus­ett en Ragnheiður seg­ir bólus­etning­ar barna í síðustu viku hafa gengið ót­rúlega vel.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert