Sunnanstormur og gul viðvörun

Skjáskot/Vedur.is

Spáð er talsverðri rigningu í Breiðafirði og á Vestfjörðun í nótt og á morgun en gul viðvörun verður í gildi frá tíu í kvöld og gildir til klukkan fimm á morgun.

Veðurvefur mbl.is

Samkvæmt Haraldi Eiríkssyni, veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands, mun hvöss sunnanátt fylgja með úrkomunni ásamt talsverðum leysingi og einhverjum líkum á vatnavöxtum.

Gul viðvörun tekur gildi á norðurlandi í fyrramálið, eftir hádegi á morgun er útlit fyrir hvassri suðvestanátt á norðvestanverðu landinu, með hviðum yfir 35 m/s á Öxnadalsheiði og í vestanverðum Eyjafirði. Þá lægir ekki að gagni fyrr en seint annað kvöld.

„Verið er að vara vegfarendur við, það gætu verið vindstrengir yfir fjöll og náttúrulega að biðja fólk um að huga að lausamunum eins og á að gera þegar að stormur er að koma,“ segir Haraldur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka