98% á göngudeild einkennalitlir eða einkennalausir

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Jón Pétur

Alls liggja nú 45 sjúk­ling­ar á Land­spít­ala með kór­ónu­veiruna. Sjö eru á gjör­gæslu og tveir þar af í önd­un­ar­vél. 

Þetta kem­ur fram á vef Land­spít­ala.

Meðal­ald­ur þeirra sem eru á sjúkra­húsi með Covid-19 er 63 ár. 

Sam­tals 8.025 manns eru skráðir á Covid-göngu­deild Land­spít­ala, þar af 2.795 börn. 

Af þeim er einn rauðmerkt­ur og inn­lögn lík­leg en 153 eru gul­merkt­ir og er sér­stak­lega fylgst með ástandi þeirra. Aðrir eru ein­kenna­litl­ir eða ein­kenna­laus­ir, eða 98% allra þeirra sem eru með veiruna. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert