Farsóttanefnd Landspítalans segir að áfram sé mikil þörf fyrir viðbótarmannskap, sérstaklega hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða og fólk í yfirsetuteymi.
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef spítalans. En þar segir ennfremur að nú séu 140 starfsmenn í einangrun og 98 í sóttkví.
Þar segir einnig, að í morgun hafi verið opnuð ný sýnatökustöð á Eiríksgötu 37 þar sem augndeildin var áður til húsa. Þar verða tekin sýni hjá starfsmönnum alla virka daga kl. 9.