„Sannkallaðar umhleypingar“

Slæmt veður verður á norðan- og vestanverðu landinu í dag.
Slæmt veður verður á norðan- og vestanverðu landinu í dag. mbl.is/Hari

Veðurstofa Íslands spáir talsverðri rigningu vestanlands og hvassviðri eða stormi norðan til á landinu í dag. Fjórar gular viðvaranir alls verða í gildi vegna veðurs í dag, á Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra.

Viðvaranirnar á Vestfjörðum og Breiðafirði, vegna talsverðrar rigningar, hafa þegar tekið gildi. Klukkan átta tekur viðvörun vegna hvassviðris eða storms á Ströndum og Norðurlandi vestra gildi og svo tekur sams konar viðvörun gildi á Norðurlandi eystra klukkan tíu. Viðvaranirnar falla svo úr gildi koll af kolli þegar líður á síðdegið og kvöldið. 

„Fremur hlý en hvöss suðvestanátt í dag. Vætusamt á vesturhelmingi landsins, en lengst af þurrt eystra. Kaldari vestlæg átt á morgun og él, en yfirleitt þurrt á miðvikudag. Svo lítur út fyrir að næsta hlýja lægð komi aðfaranótt fimmtudags. Þannig að þetta eru sannkallaðar umhleypingar,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka