Stækkun við Torfunefsbryggju

Efnt hefur verið til hugmyndasamkeppni um skipulag Torfunefs.
Efnt hefur verið til hugmyndasamkeppni um skipulag Torfunefs. Ljósmynd/Hafnasamlag Norðurlands.

„Með fyrirhugaðri stækkun hafnarmannvirkja á Torfunefi verður til land á mjög dýrmætum stað í bænum, sem opnar ýmsa möguleika sem verða án vafa aðdráttarafl fyrir íbúa, nærsveitarmenn og ferðamenn,“ segir Sigríður María Róbertsdóttir, verkefnastjóri hjá Hafnasamlagi Norðurlands. Lengi hefur staðið til að ráðast í endurbyggingu Torfunefsbryggju sem er í miðbæ Akureyrar og er það verkefni nú í sjónmáli.

Hafnasamlag Norðurlands í samvinnu við Akureyrarbæ og Arkitektafélag Íslands hefur auglýst hugmyndasamkeppni um skipulag Torfunefs en öll samkeppnisgögn er að finna á vef félagsins. Samkeppnin stendur til loka marsmánaðar og niðurstaða verður kynnt 27. apríl næstkomandi.

Vaxandi aðsókn inn á svæðið

Fyrirhugað er að reisa stálþilsbryggju töluvert utar en núverandi þil er, stækka uppland bryggjunnar og auka þannig nýtingarmöguleika þessa svæðis en það verður um 0,9 hektarar og er austan Glerárgötu. Sigríður María segir að ásókn inn á þetta svæði fari vaxandi, æ fleiri minni skemmtiferðaskip komi til Akureyrar og hafnsækin þjónusta hefur aukist mjög í bænum á liðnum árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka