Vegagerðin varar við slitlagsbæðingum á veginum milli Fárskrúðsfjarðar og Freysness og segir mikilvægt að ökumenn hægi á sér er þeir mætast á veginum.
Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar á Twitter.
Slitlagskögglar sem brotni af bílum við þessar aðstæður geta þannig verið varasamir.
Þá eru ökumenn beðnir um að skoða hjólbarða á bílum sínum og hreinsa ef vart verður við tjöru.
Viðvörun: Milli Fáskrúðsfjarðar og Freysness er varað við mögulegum slitlagsblæðingum og að slitlagskögglar sem brotna af bílum geti verið varasamir. Mikilvægt er að draga úr hraða við mætingar. Skoða dekk og hreinsa með dekkjahreinsi ef vart verður við tjöru. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 17, 2022