Andlát: Bjarni Haraldsson

Kaupmaðurinn Bjarni Haraldsson.
Kaupmaðurinn Bjarni Haraldsson. mbl.is/Björn Björnsson

Bjarni Har­alds­son kaupmaður lést á Sjúkra­hús­inu á Sauðár­króki aðfaranótt 17. janú­ar, 91 árs að aldri.

Þetta kem­ur fram í Morg­un­blaðinu í dag.

Bjarni fædd­ist á Sauðár­króki 14. mars árið 1930, son­ur Har­ald­ar Júlí­us­son­ar kaup­manns og Guðrún­ar Ingi­bjarg­ar Bjarna­dótt­ur hús­móður. Syst­ir Bjarna var María Krist­ín Har­alds­dótt­ir, f. 1931, d. 2017.

Bjarni ólst upp á Sauðár­króki og hóf ung­ur að stunda bif­reiðaakst­ur. Stofnaði eigið fyr­ir­tæki, Vöru­flutn­inga Bjarna Har­alds­son­ar, og rak það um ára­bil. Bjarni starfaði jafn­framt með föður sín­um, sem stofnaði Verzl­un Har­ald­ar Júlí­us­son­ar árið 1919 og fór með umboð Olís í bæn­um frá ár­inu 1930. Bjarni tók við öll­um þess­um rekstri árið 1970 og stóð vakt­ina í búðinni allt þar til fyrr í vet­ur, að hann fór á Dval­ar­heim­ili aldraðra á Sauðár­króki. Versl­un­in er enn starf­andi, ein fárra kram­búða sem eft­ir eru í land­inu, og hef­ur verið í sam­starfi við Byggðasafn Skag­f­irðinga sem safn um horfna versl­un­ar­hætti 20. ald­ar. Árið 2013 var gerð heim­ild­ar­mynd um versl­un­ina, er nefn­ist Búðin, fram­leidd af Árna Gunn­ars­syni.

Á fjöl­sóttu ald­araf­mæli versl­un­ar­inn­ar sum­arið 2019 var Bjarni út­nefnd­ur heiðurs­borg­ari Sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­fjarðar, sá fyrsti hjá sam­einuðu sveit­ar­fé­lagi. Bjarni var dygg­ur stuðnings­maður Sjálf­stæðis­flokks­ins alla tíð, gegndi trúnaðar­störf­um fyr­ir flokk­inn í Skagaf­irði, var í kjör­dæm­is­ráði og sat fjöl­marga lands­fundi í Reykja­vík, lengst­um í fylgd syst­ur­son­ar síns, Ein­ars K. Guðfinns­son­ar, fv. þing­manns og ráðherra flokks­ins.

Bjarni gegndi ýms­um öðrum fé­lags­störf­um, sat um tíma í stjórn Li­ons­klúbbs Sauðár­króks, var í sókn­ar­nefnd Sauðár­króks­kirkju, var trúnaðarmaður SÁÁ og gerður að heiðurs­fé­laga Land­vaka, Fé­lags vöruflytj­enda. Þá var hann heiðraður af Olís árið 2012 fyr­ir ára­tug­astarf hjá fé­lag­inu.

Fyrri kona Bjarna var María Guðvarðardótt­ir, f. 1932, d. 1991. Þau skildu. Dæt­ur þeirra eru Guðrún Ingi­björg, f. 1957 og Helga, f. 1959. Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Bjarna er Ásdís Kristjáns­dótt­ir, f. 1931. Son­ur þeirra er Lár­us Ingi, f. 1962. Barna­börn­in eru fjög­ur tals­ins og barna­barna­börn­in sex.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka