Starfsfólk í sóttkví en anna eftirspurn

Heimkaup.
Heimkaup.

Átta starfsmenn netverslunarinnar Heimkaupa lentu í sóttkví eftir að smit greindist þar um helgina, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Mikil eftirspurn hefur verið eftir þjónustu Heimkaupa í faraldrinum með vaxandi fjölda sem lendir í einangrun og sóttkví en reynt verður að halda uppi þjónustustiginu þrátt fyrir þetta, að sögn Thelmu Bjarkar Wilson, framkvæmdastjóra þjónustu og notendaupplifunar hjá Heimkaupum.

„Við erum náttúrlega með ungt fólk í vinnu. Um 6% þjóðarinnar eru í sóttkví eða einangrun og þetta unga fólk er stór hluti af þeim hópi,“ segir hún. Fyrirtækið hefur verið í miklum vexti síðan eftir jól að hennar sögn og heldur úti stærstu vefversluninni um þessar mundir. „Við erum búin að ráða í kringum 30 manns síðastliðnar vikur,“ segir Thelma en um 100 manns starfa í vöruhúsinu.

„Sem betur fer hafa fáir sýkst af veirunni hjá okkur og enginn veikst alvarlega,“ segir hún að lokum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert