Aðeins fleiri dóu að meðaltali vikulega á síðasta ári, eða 44,7, en árin 2017 til 2020 þegar 43,4 dóu að meðaltali vikulega. Þetta kemur fram í tilraunatölfræði Hagstofu Íslands.
„Að jafnaði dóu flestir í aldursflokknum 90 ára og eldri yfir tímabilið 2017-2021. Tíðasti aldur látinna árið 2021 var 87 ár en sami aldursflokkur reyndist einnig vera tíðastur fyrir sömu vikur áranna 2017 til 2020,“ segir á vef Hagstofunnar.