ASÍ og BSRB bjóða til veffundar þar sem kynntar verða niðurstöður spurningakönnunar Vörðu um stöðu launafólks. Meðal þess sem fram kemur í niðurstöðunum er að ríflega þriðjungur launafólks glímir við erfiða fjárhagsstöðu og hefur fjárhagsstaðan versnað frá síðasta ári.
Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, mun kynna niðurstöður könnunarinnar sem varpa ljósi á stöðu launafólks.
Fundurinn fer fram í dag kl. 13:00.