Skjálfti að stærðinni 1,0 mældist í Hvalfirði klukkan 18.24 í kvöld, að sögn vaktahafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Ekki er vitað hvað olli skjálftanum en óalgengt er að skjálftar mælist á þessu svæði. Rúv greindi fyrst frá.
Sprengingin var til umræðu á Facebook-síðu íbúa í Kjósarhreppi þar sem fjöldi fólks sagðist hafa orðið var við sprenginguna. „Já, ég heyrði mikinn dink,“ skrifar einn, og annar: „Já, ég hélt að einhver væri mættur í hlaðið með læti“. Lýsir fólk ýmist skelli eða drunum.
Stjörnu-Sævar segist á Twitter ekki hafa fengið tilkynningu um vígahnött svo það væri ósennileg skýring en einnig hefur enginn sagst sjá ljósblossa á himni. Sprengingin var í kvöld tilkynnt til almannavarna.
Áhugavert! Leit einhver upp? Sá einhver ljósblossa eða eitthvað slíkt á himni? Hef svo sem ekki fengið neinar tilkynningar um vígahnött svo það er ósennileg skýring.
— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 19, 2022