Engum varð meint af eftir að eldur kom upp í húsi á Framnesvegi.
Talið er að eldurinn hafi kviknað vegna vinnu iðnaðarmanna á þaki hússins en langan tíma tók að slökkva eldinn. Þá olli hann talsverðum skemmdum, að sögn vaktmanns slökkviliðsins.
Skemmdirnar urðu á þaki og á íbúð í húsinnu vegna vatns og reyks en útkall barst um 14.20 í dag og pökkuðu slökkviliðsmenn saman og fóru af vettvangi á milli fjögur og fimm í dag.
Um 15 manns sinntu útkallinu frá þremur slökkvistöðvum. Upptök voru vegna vinnu iðnaðarmanna í þaki. það er búið að slökkva eldinn, tók langan tíma.