Ert þú hjá dýrasta rafmagnssalanum?

Orkustofnun á að velja ódýrasta rafmagnssalann, m.a. samkvæmt listaverði. Verðið …
Orkustofnun á að velja ódýrasta rafmagnssalann, m.a. samkvæmt listaverði. Verðið er þó hærra fyrir þá sem eru fluttir af Orkustofnun en listaverð gefur til kynna og er því ekki um að ræða ódýrasta kostinn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Fyr­ir­tæki virðast geta at­huga­semda­laust farið fram­hjá 5. mgr. 7. gr. reglu­gerðar stjórn­valda, sem kveður á um að Orku­stofn­un velji raf­magnssala fyr­ir viðskipta­vini sem ekki velja raf­magnssala sjálf­ir, sem dæmi þá sem flytja í nýtt hús­næði.

Reglu­gerðin er hugsuð á þann hátt að neyt­and­inn sé færður til ódýr­asta sal­ans en svo virðist sem önn­ur sé raun­in. 

„N1 raf­magn rukk­ar sína viðskipta­vini um 75% meira en þeir segj­ast vera að gera,“ seg­ir Berg­lind Rán Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Orku nátt­úr­unn­ar, sem vakið hef­ur at­hygli á mál­inu.

Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar, hefur vakið athygli á …
Berg­lind Rán Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra Orku nátt­úr­unn­ar, hef­ur vakið at­hygli á nú­ver­andi fyr­ir­komu­lagi. Ljós­mynd/​Aðsend

Lista­verð 6,44 krón­ur en rukkað um 11,16 krón­ur

Orku­stofn­un vel­ur raf­orku­sala m.a. fyr­ir fólk sem fest­ir kaup á nýju hús­næði. Fyr­ir val­inu verður lík­lega sá sem býður upp á lægsta aug­lýsta lista­verðið, 6,44 krón­ur í boði N1 raf­magn. Þá er annað verð notað sem ekki er birt op­iner­lega þegar viðskipt­in eru kom­in á, að sögn Berg­lind­ar.

„Það er spurn­ing hver til­gang­ur­inn er með reglu­gerðinni. Í öllu falli er hann ekki sá að láta þá sem velja ekki raf­magn fara á háan taxta,“ seg­ir Berg­lind. Orku­stofn­un sér um fram­kvæmd reglu­gerðar­inn­ar og hef­ur ekki breytt fyr­ir­komu­lag­inu þrátt fyr­ir at­huga­semd­ir sem hafa borist.

Til­laga um breyt­ingu á reglu­gerð fór í Sam­ráðsgátt en ekk­ert gerst

Átta fyr­ir­tæki selja raf­orku í beinni sam­keppni til heim­ila og fyr­ir­tækja; N1 raf­magn (Íslensk orkumiðlun), Fall­orka, HS orka, Orka Heim­il­anna, Orka Nátt­úr­unn­ar, Orku­bú Vest­fjarða, Orku­sal­an og Straumlind.

Í vor settu stjórn­völd fram til­lögu að breyt­ingu á reglu­gerðinni til þess að þróa hana áfram - um­sagn­ir bár­ust en reglu­gerðinni var aldrei breytt. „Nú er Orku­stofn­un að vinna að nýj­um leiðbein­ing­um á grunni upp­haf­legr­ar og gallaðrar reglu­gerðar sem í raun festa hana enn bet­ur í sessi,“ seg­ir Berg­lind.

Að lok­um tel­ur hún að væn­leg­ast að neyt­end­um sé gert auðveld­ara með að velja raf­magnssala og rétt­ast væri að huga að hags­mun­um neyt­enda og leyfa þeim að ákveða sjálf­ir við hvern þeir stunda viðskipti. Les­end­ur geta borið sam­an raf­orku­verð hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert