Guðrún og Ólafur aðstoða Guðmund Inga

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir og Ólafur Elínarson eru nýir aðstoðarmenn Guðmundar …
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir og Ólafur Elínarson eru nýir aðstoðarmenn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra, hefur ráðið Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur og Ólaf Elínarson sem aðstoðarmenn sína. Guðrún Ágústa hefur þegar hafið störf í ráðuneytinu og Ólafur hefur störf síðar í mánuðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef ráðuneytisins.

Guðrún Ágústa var framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands 2015-2020 og verkefnastjóri stefnumótunar hjá Strætó bs. 2014 – 2015. Hún var bæjarfulltrúi fyrir VG í Hafnarfirði 2006 – 2015, þar af bæjarstjóri 2012 – 2014. Guðrún Ágústa lauk BA prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og diplómanámi í hagnýtri fjölmiðlun frá sama skóla árið 1993. Þá lauk hún námi í kennsluréttindum árið 2000 og diplómanámi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands 2021. Guðrún Ágústa á þrjár dætur og sex barnabörn.

Ólafur starfaði sem sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup frá 2017 og áður sem viðskiptastjóri hjá sama fyrirtæki frá 2007-2017. Þar áður var hann sérfræðingur hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Ólafur hefur kennt við bæði Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík frá árinu 2002. Ólafur er með BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands og situr í stjórn UN Women. Eiginkona Ólafs er séra Eva Björk Valdimarsdóttir prestur í Fossvogsprestakalli og eiga þau tvö börn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka