Tillögur um niðurfellingu á sýnatökum hjá fólki sem er í smitgát hafa verið sendar til heilbrigðisráðuneytisins. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna.
Núna er krafa um tvær sýnatökur á degi 0 og degi 4 þegar fólk er í smitgát.
Áður hefur verið greint frá endurskoðaðri sýnatöku hjá börnum 8 ára og yngri um að sýni verði tekin frá munnholi í stað nefkoks.
Sóttkví þeirra sem hafa fengið örvunarskammt hefur sömuleiðis verið einfölduð.