Bólusetningarskírteini verði tekin upp

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ.
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ.

Framkvæmdastjórar Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka ferðaþjónustunnar telja að taka eigi upp bólusetningarskírteini til að hægt sé að rýmka takmarkanir vegna kórónuveirunnar.

„Það eru mótmæli upp á hvern einasta dag í Frakklandi. Stjórnvöld þar meta það þó svo, út frá heildarhagsmunum samfélagsins, að réttlætanlegt sé að mismuna við þessar kringumstæður til að halda samfélaginu gangandi,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, við Fréttablaðið.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir eðlilegt að skoða alla kosti og að þetta sé leiðin sem er notuð í mörgum löndum í kring. Skírteini af þessum toga séu samt ekki óumdeild þar sem þau mismuni fólki. Það sé samt þegar gert, til dæmis á landamærunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert